Blue Flower

Athugið að árið 2020 þá ætlum við að setja inn laugardaginn 19 september.

Þegar við röðum í skýlið þá gerum við það yfirleitt á laugardegi og byrjað er að raða inn kl 13 og við erum að dunda við það svona til kl 16 yfirleitt.

 

Öll tæki sem koma í geymslu ættu að vera bruna og kaskótryggð hjá íslensku tryggingarfélagi þar sem ekki er hægt að tryggja innihald skýlisins í heild.

Tækin eru alfarið á ábyrgð eiganda þess í geymslunni. Það er á ábyrgð eigenda tækis að tæma vatnstanka, ferðasalerni og annan búnað sem vökvi getur frosið í.

Auk þess er það á abyrgð hans að aftengja rafgeyma og fjarlægja gaskúta áður en komið er með tækið í geymslu..

Eftir að tækið er komið í geymslu er húsinu lokað, og ekki hægt að nálgast tækin fyrr en á úttektardegi.

Úttektardagur er alltaf fyrsta laugardag í maí, ef það breytist af einhverjum ástæðum þá höfum við samband í tíma og tilkynnum um það. En undanfarin 15 ár amk. þá hefur þetta staðist í öll árin nema einu sinni.

Tækin þurfa að vera sótt á afhendingardegi. Dagsetningar gætu færst til vegna veðurs.

Vakin er sérstök athygli á því að tæki sem hafa verið sett út eftir vetrargeymslu að ósk eiganda eru alfarið á ábyrgð eigenda sinna.

Flugvallarsvæðið á Melgerðismelum er þó afgirt og læst þannig að það eiga ekki neinir óviðkomandi að vera að þvælast um svæðið. 

 

Almenn ráð og leiðbeiningar fyrir frágang í vetrargeymslu.

 -    Vatnskranar skulu hafðir hálfopnir, sturtuhaus hafður í efstu stöðu og öll niðurföll opin. (gott að gera þennan hluta í lok síðustu útilegu til að vera viss um að ekkert vatn sé eftir í vatnskerfi vagnsin / bílsins), (athugið að sumar gerðir Truma hitunarkerfa má ekki tæma, vinsamlegast kannið hjá þjónustuaðila Truma eða lesið leiðbeiningarhandbók)

-    Salernistankur tæmdur og hreinsaður (einnig gott að gera í lok síðustu ferðar sumarsins).

-    Setjið gúmmítappa í affall vasksins.

-    Athugið að allar lokhlífar utan á vagni / bílnum séu vel lokuð.

-    Takið allar matvöru / leifar úr skápum og skúffum, jafnvel þó að séu í loftþéttum umbúðum.

-    Takið allt lín þ.m.t. handklæði, viskastykki úr vagni / bíl.

-    Þrífið / þvoið allar skúffur með sápuvatni. 

-    Þrífið ísskáp / kæliskáp / kælibox  og skiljið dyr eftir opnar (festið hurð ef þarf). 

-    Lokið öllum gluggum / viftuopum / þakgluggum og öðrum öndunaropum kyrfilega. 

-    Aftengið gaskúta og takið úr vagninum, lokið fyrir gasventla. 

-    Aftengið og fjarlægið rafgeymi / rafgeyma (mælum með að fólk tengi þá við hleðslutæki 2 - 3 sinnum yfir veturinn til að viðhald rafgeyminum og lengja líftíma hans / þeirra. 

-    Þrífið vagn / bíl að utan. 

-    Bónið vagninn / bílinn (athugið ef það er plexígler í gluggum vagnsins / bílsins þá skal ekki bóna gluggana eða nota rúðuúða sem inniheldur salmíak þar sem það getur rispað gluggann). 

-    Ekki skilja vagninn eftir í handbremsu í langan tíma þar sem þær geta fests, setjið farg fyrir hjól framan og aftan. 

-    Ef vagninn / bíllinn er geymdur úti án yfirbreiðslu þá skal hafa flugnanet niðri og loka gluggatjöldum til að koma í veg fyrir að áklæði upplitist. 

-    Ef vagninn / bíllinn er geymdur úti þá skal koma fyrir rakaboxi / rakaboxum með rakagleypiefni til að draga úr rakamyndun. 

-    Ekki birgja fyrir öndunarop á eldavél né ofni. 

-    Smyrjið lamir, læsingar og beisliskúplingar.

Svifflugfélag Akureyrar vill að félagsmenn hafi virkt samráð um flugöryggi og að allt sem betur má fara í átt að auknu öryggi í flugi sé rætt opinskátt af félagsmönnum og stjórn.

Hér er hægt að tilkynna um hluti sem betur mætti fara, öryggistjóri SFA hefur ekki áhuga á hverjir eru málinu tengdir og það er ekki þörf á að skrá hver sendir inn tilkynninguna.

Það mikilvæga er að fá upplýsingar um hvað má betur fara þannig að öryggistjóri í samráði við stjórn félagsins og félagsmenn geti brugðist við í átt að betra öryggi í flugi og almennri starfsemi félagsins. 

Skrá má flugatvik hér: Skráning flugatvika

 

Á Aðalfundi var samþykkt að breyta fluggjaldi á TF-SBP úr 17.000 kr á tímann í 12.000 kr. 

Ástæðan fyrir því að þetta er hægt er að stór breyting var gerð á viðhaldsáætlun fyrir Super Dimona HK-36 TC sem gerir það að verkum að stóra 6000 tíma skoðunin er ekki lengur sú risa framkvæmd sem hún var áður.

Framleiðandi vélarinnar Diamond Air hefur greinilega komist að því að reynslan af þessum vélum er með slíkum ágætum að ekki er þörf á þessari risastóru skoðun á vélinni.

Skýlið á Melgerðismelum er nú að verða vinsæl geymsla fyrir vélflugvélar og fis og verða núna í sumar þrjár vélar þar til húsa. Aðalfundur ákvað að rukka eigendur þessara tækja um 30.000 kr fyrir leigu yfir sumarið.

Af mögulegum flugvélakaupum er lítið að segja í bili en málið er í nefnd.

Kveðja. 

Sigtryggur Sigtryggsson.

ATHUGIÐ BREYTTA DAGSETNINGU !
 
Aðalfundur Svifflugfélagsins er boðaður laugardaginn 18 maí klukkan 16. 
Staðsetning er Grásteinn á Akureyrarflugvelli. 
 
Málefni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. 
 
Í fréttum er það helst að við ættum að fara að fá proppinn á TF-SBP í okkar hendur eftir yfirhalningu á morgun en hann hefur verið í Þýskalandi í reglubundnu 7 ára yfirhalningu. 
Vélin ætti því að vera flughæf fljótlega. 
Það eru væntanlegir skoðunarmenn frá Danska Svifflugsambandinu á dögunum 19-23 maí og þeir geta tekið að sér ARC skoðun á vélinni. 
 
Næsta laugardag þann 4 maí þá munum við taka úr skýlinu á Melgerðismelum, fyrstu menn verða mættir kl 12 og viðskiptavinir okkar byrja að koma ca 12:30. 
Ef einhver hefur tíma til að koma og aðstoða þá er öll hjálp vel þegin. 

Laugardaginn 6 maí ætlum við að taka út úr skýlinu okkar á Melgerðismelum.

En það er hefð fyrir því að gera þetta fyrsta laugardaginn í maí. 

Eigendur tækja geta mætt á bilinu kl 13 til 16 að vitja sinna tækja, þeir sem eru fremstir þurfa helst að vera mættir kl 13 en þeir sem eru innar geta mætt síðar. 

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hringja í félagssímann 8211331

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og aðstoða við að taka út.

Kveðja Sigtryggur.