Blue Flower

ATHUGIÐ BREYTTA DAGSETNINGU !
 
Aðalfundur Svifflugfélagsins er boðaður laugardaginn 18 maí klukkan 16. 
Staðsetning er Grásteinn á Akureyrarflugvelli. 
 
Málefni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. 
 
Í fréttum er það helst að við ættum að fara að fá proppinn á TF-SBP í okkar hendur eftir yfirhalningu á morgun en hann hefur verið í Þýskalandi í reglubundnu 7 ára yfirhalningu. 
Vélin ætti því að vera flughæf fljótlega. 
Það eru væntanlegir skoðunarmenn frá Danska Svifflugsambandinu á dögunum 19-23 maí og þeir geta tekið að sér ARC skoðun á vélinni. 
 
Næsta laugardag þann 4 maí þá munum við taka úr skýlinu á Melgerðismelum, fyrstu menn verða mættir kl 12 og viðskiptavinir okkar byrja að koma ca 12:30. 
Ef einhver hefur tíma til að koma og aðstoða þá er öll hjálp vel þegin.