Samstarf SFA og Flugskóla Akureyrar
- Details
- Written by Super User
- Category: Fréttir
- Hits: 8050
Samstarfssamningur á milli SFA og FA var undirritaður síðasta miðvikudagskvöld.
FA hefur bætt við Kennsluprógram fyrir TMG réttindi vélflugmanna sem hefur verið samþykkt fyrir handhafa vélflugskírteina.
TF-SBP verður notuð til þessarar kennslu og félagi okkar svifflugmaðurinn og vélflugkennarinn Sindri Arnór Ólafsson mun sjá um TMG kennsluna í upphafi.
Nemendur FA og félagar í Flugklúbbi Akureyrar fá þá aðgang að TF-SBP eftir að þeir hljóta réttindi til að fljúga henni.
Hluti af þessum samningi er að TF-SBP verður hýst í Skýli 13 en það er langþráð að geta loksins haft vélina inni að staðaldri. En það þýðir að félagar SFA sem þurfa að fá aðgang að vélinni þurfa að fá aðgang að skýli 13.
Til þess að fá aðgang þá þarf að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eftirfarandi upplýsingar, Nafn, Síma, Kennitölu, Netfang, Kallmerki (3 stafa stytting á nafni, td. er Baldur Þorsteins alltaf BAT) og þá fá menn lykil að skýli 13 og aðgang að innri vef flugskólans þar sem hægt er að bóka vélina.
Það eru ákveðnar umgengnisreglur í Skýli 13 og við sem fáum aðgang að skýlinu þurfum að fá kynningu á þeim.
Þeir sem fljúga vélinni gera flugplan og viktarskýrslu í skýli 13 og skilja þar eftir.
Úttekt úr skýli 2021
- Details
- Written by Super User
- Category: Fréttir
- Hits: 8925
Hægt verður að móttaka tæki sem eru í geymslu inni á Melgerðismelum laugardaginn 1 maí næstkomandi frá kl 13.
Leiðbeiningar fyrir geymslu á ferðavögnum
- Details
- Written by Super User
- Category: Fréttir
- Hits: 10807
Athugið að árið 2021 þá ætlum við að setja inn laugardaginn 25 september sem er kosningadagurinn.
Þegar við röðum í skýlið þá gerum við það yfirleitt á laugardegi og byrjað er að raða inn kl 13 og við erum að dunda við það svona til kl 15 yfirleitt.
Öll tæki sem koma í geymslu ættu að vera bruna og kaskótryggð hjá íslensku tryggingarfélagi þar sem ekki er hægt að tryggja innihald skýlisins í heild.
Tækin eru alfarið á ábyrgð eiganda þess í geymslunni. Það er á ábyrgð eigenda tækis að tæma vatnstanka, ferðasalerni og annan búnað sem vökvi getur frosið í.
Auk þess er það á abyrgð hans að aftengja rafgeyma og fjarlægja gaskúta áður en komið er með tækið í geymslu..
Eftir að tækið er komið í geymslu er húsinu lokað, og ekki hægt að nálgast tækin fyrr en á úttektardegi.
Úttektardagur er alltaf fyrsta laugardag í maí, ef það breytist af einhverjum ástæðum þá höfum við samband í tíma og tilkynnum um það. En undanfarin 15 ár amk. þá hefur þetta staðist í öll árin nema einu sinni.
Tækin þurfa að vera sótt á afhendingardegi. Dagsetningar gætu færst til vegna veðurs.
Vakin er sérstök athygli á því að tæki sem hafa verið sett út eftir vetrargeymslu að ósk eiganda eru alfarið á ábyrgð eigenda sinna.
Flugvallarsvæðið á Melgerðismelum er þó afgirt og læst þannig að það eiga ekki neinir óviðkomandi að vera að þvælast um svæðið.
Almenn ráð og leiðbeiningar fyrir frágang í vetrargeymslu.
- Vatnskranar skulu hafðir hálfopnir, sturtuhaus hafður í efstu stöðu og öll niðurföll opin. (gott að gera þennan hluta í lok síðustu útilegu til að vera viss um að ekkert vatn sé eftir í vatnskerfi vagnsin / bílsins), (athugið að sumar gerðir Truma hitunarkerfa má ekki tæma, vinsamlegast kannið hjá þjónustuaðila Truma eða lesið leiðbeiningarhandbók)
- Salernistankur tæmdur og hreinsaður (einnig gott að gera í lok síðustu ferðar sumarsins).
- Setjið gúmmítappa í affall vasksins.
- Athugið að allar lokhlífar utan á vagni / bílnum séu vel lokuð.
- Takið allar matvöru / leifar úr skápum og skúffum, jafnvel þó að séu í loftþéttum umbúðum.
- Takið allt lín þ.m.t. handklæði, viskastykki úr vagni / bíl.
- Þrífið / þvoið allar skúffur með sápuvatni.
- Þrífið ísskáp / kæliskáp / kælibox og skiljið dyr eftir opnar (festið hurð ef þarf).
- Lokið öllum gluggum / viftuopum / þakgluggum og öðrum öndunaropum kyrfilega.
- Aftengið gaskúta og takið úr vagninum, lokið fyrir gasventla.
- Aftengið og fjarlægið rafgeymi / rafgeyma (mælum með að fólk tengi þá við hleðslutæki 2 - 3 sinnum yfir veturinn til að viðhald rafgeyminum og lengja líftíma hans / þeirra.
- Þrífið vagn / bíl að utan.
- Bónið vagninn / bílinn (athugið ef það er plexígler í gluggum vagnsins / bílsins þá skal ekki bóna gluggana eða nota rúðuúða sem inniheldur salmíak þar sem það getur rispað gluggann).
- Ekki skilja vagninn eftir í handbremsu í langan tíma þar sem þær geta fests, setjið farg fyrir hjól framan og aftan.
- Ef vagninn / bíllinn er geymdur úti án yfirbreiðslu þá skal hafa flugnanet niðri og loka gluggatjöldum til að koma í veg fyrir að áklæði upplitist.
- Ef vagninn / bíllinn er geymdur úti þá skal koma fyrir rakaboxi / rakaboxum með rakagleypiefni til að draga úr rakamyndun.
- Ekki birgja fyrir öndunarop á eldavél né ofni.
- Smyrjið lamir, læsingar og beisliskúplingar.
Aðalfundur 2021
- Details
- Written by Super User
- Category: Fréttir
- Hits: 9009
Hér með er boðað til aðalfundar okkar merka félags eftir hálfan mánuð, laugardaginn 24. apríl kl 14:00 í Grásteini, nema stóttvarnarsjónarmið hamli fundi.
Aðalfundur 2019
- Details
- Written by Super User
- Category: Fréttir
- Hits: 12445
Page 1 of 5