Blue Flower

Stjórn SFA hefur ákveðið að flug á TF-SBP það sem eftir er hausts verði á lægra verði eða 10.000 kr á tímann.
Þetta miðast við flug upp að 100 tíma skoðun eða þegar ákveðið verður að taka vélina í sundur fyrir veturinn.

Með þessu erum við að hvetja til þess að menn fljúgi meira og við vonum að það séu ljúfir haustdagar eftir til þess.

Svo vil ég segja frá því að sett verður inn í skýlið þar-næsta laugardag 24 september og vil hvetja menn til að mæta til að aðstoða, við byrjum klukkan 12.