Blue Flower

Íþróttabandalag Akureyrar

Svifflugfélag Akureyrar er meðlimur í Íþróttabandalagi Akureyrar

Hér setur þú lýsinguna á vefnum
  1. Sverre ráðinn framkvæmdastjóri ÍBA

    Sverre Andreas Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og mun hann hefja störf þann 2. maí nk. Sverre tekur við starfinu af Þóru Leifsdóttur sem mun þó áfram starfa á skrifstofu bandalagsins. Sverre er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, auk mastersgráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Þá hefur hann einnig menntað sig í fjármögnun og fjárfestingum fyrirtækja, arðsemisgreiningu, enskri ritun og vinnusálfræði.
  2. Í Hofi fyrr í kvöld var lýst kjöri til íþróttamanns og íþróttakonu Akureyrar 2017. Alls hlutu 26 íþróttakonur og menn úr röðum aðildarfélaga ÍBA atkvæði til kjörsins. Á athöfninni í kvöld veitti Frístundaráð viðurkenningar fyrir Íslandsmeistatatitla og sérstakar heiðursviðurkenningar. Afrekssjóður Akureyrarbæjar veitti aðildarfélögum styrki fyrir landsliðsmenn.
  3. Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 24. janúar þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar. Íþróttafólk ársins hjá aðildarfélögum ÍBA verður heiðrað. Forsvarsmenn íþróttafélaga fá afhenta styrki vegna Íslandsmeistara- og landsliðsfólks og heiðursviðurkenningar Frístundaráðs verða veittar. Samkomunni lýkur með því að lýst verður kjöri Íþróttamanns Akureyar árið 2017.
  4. ÍBA er flutt í Íþróttahöllina v/Skólastíg ásamt ÍSÍ og SKÍ.