Blue Flower

Svifflugfélag Akureyrar verður 80 ára gamalt næsta sunnudag en það var stofnað 9 apríl árið 1937. 


Að því tilefni þá verður boðið upp á kaffi og kökur næstkomandi sunnudag frá klukkan 15 til 18 í Grásteini á Akureyrarflugvelli.
Allir velunnarar félagsins eru hjartanlega velkomnir og þið megið gjarnan koma þeim boðum áfram.

 

Ef vel viðrar um helgina þá stefnum við á að setja TF-SBP saman og fljúga fyrstu flug ársins.

Einnig verður á laugardagskvöldið hittingur fyrir félagsmenn og vini í Grásteini frá kl 8 til ? 
Gjaldkerinn ætlar að bjóða upp á léttar veitingar og ekki er ólíklegt að einhverjar sögur verði sagðar að tilefni dagsins.

Hittumst hress.