Á Aðalfundi var samþykkt að breyta fluggjaldi á TF-SBP úr 17.000 kr á tímann í 12.000 kr.
Ástæðan fyrir því að þetta er hægt er að stór breyting var gerð á viðhaldsáætlun fyrir Super Dimona HK-36 TC sem gerir það að verkum að stóra 6000 tíma skoðunin er ekki lengur sú risa framkvæmd sem hún var áður.
Framleiðandi vélarinnar Diamond Air hefur greinilega komist að því að reynslan af þessum vélum er með slíkum ágætum að ekki er þörf á þessari risastóru skoðun á vélinni.
Skýlið á Melgerðismelum er nú að verða vinsæl geymsla fyrir vélflugvélar og fis og verða núna í sumar þrjár vélar þar til húsa. Aðalfundur ákvað að rukka eigendur þessara tækja um 30.000 kr fyrir leigu yfir sumarið.
Af mögulegum flugvélakaupum er lítið að segja í bili en málið er í nefnd.
Kveðja.
Sigtryggur Sigtryggsson.