Aðalfundur 2016
Aðalfundur Svifflugfélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 15 apríl klukkan 20 í Grásteini á Akureyrarflugvelli.
Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundastörf.
Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Ath.
Þar sem dagurinn eftir 15 apríl er frídagur þá er velkomið að taka með sér "nesti" til að eiga eftir að fundarstörfum líkur.
Kveðja Stjórnin.
Og ein smá frétt, tryggingarskírteinið fyrir SBP árið 2016 er komið þannig að vélin telst flughæf en það þarf þá að setja hana saman.
Fyrstu flug 2016 ?
Viðhaldteymi félagsins Finnur Helgason og Jónas Hallgrímsson eru búnir að gera ársskoðun á TF-SBP. Ég er að klára að fara yfir pappírana og ef þeir eru í lagi og veðrið verður eins og undanfarna daga þá verður líklega flogið á morgun! Ef einhverjir eru til í að koma í fyrramálið og bóna smá fyrir (vonandi) flugtak þá væri það mjög kærkomið. Við verðum niðri á velli á morgun, kíkið í kaffi, bjallið í mig ef eitthvað er í félagssímann 821-1331.
Kveðja Sigtryggur S. "Zippo"
Formaður SFA.
Áramótafagnaður Vélflugfélagsins
Áramótafagnaður VFA 30 des
Hinn árlegi áramótafagnaður VFA verður haldinn þann 30 des..nákvæmlega ca 20.00.. Að vanda verður eitthvað að narta í og guðsveigar með á mjög hóflegu gjaldi..heyrst Hefur að Aggi Agg mæti með sinn rómaða cocktail...aðalatriðið samt að flestir mæti með góða skapið..og sem áður allt flugdellufólk velkomið..alveg sama Hvar það er statt í dellinni.. Fyrstir koma..fyrstir fá ..mest :)
Stjórnin
Nordic Gliding grein
Í febrúar eintaki af Nordic Gliding birtist grein eftir mig um tvö flug að eldgosinu í Holuhrauni.
Ég sagði frá tveimur flugum að eldstöðinni, annað flugið var með Jónasi Hallgrímssyni og hin með Gunnari Inga Lárusyni en það varð einhver ruglingur með þá félaga hjá ritstjóra blaðsins þar sem hann ruglar þeim saman. En jæja það skiptir kannski ekki öllu máli.
Hér er greinin.
Nordic Gliding Grein febrúar 2016
Kveðja Sigtryggur S.
Flugtíminn er byrjaður
TF-SBP hefur verið sett saman og búið að fljúga 3 flug í dag.
Vélin er geymd úti amk. fram á næsta mánudag en spáin er ágæt þannig að hún ætti að þola það.
Eyjólfur Guðmundsson flugrektor tók tékk á vélina í dag þannig að nýr flugmaður hefur bæst í hópinn sem er mjög gott.
En sem sagt, vélin er klár og aðgengileg þeim sem hafa réttindi til að fljúga henni,
Page 3 of 5