Förum að fljúga
Ársskoðun á Dímónunni er lokið og viðhaldsdeildin hefur staðið sig rosalega vel eins og reyndar þeir kappar gera alltaf.
Nú líður að páskum og veðrið undanfarna daga hefur verið algjörlega dásamlegt þannig að það er farið að hríslast flug fiðringur um marga.
Því ætlum við ef veður leyfir að setja saman Dímónuna næsta laugardag 28 Mars.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og aðstoða við samsetninguna og náttúrulega eiga menn að setja upp sólgleraugun og taka flug.
Þeir sem eru með tékk eru hvattir til að taka sín fyrstu flug ársins og jafnframt minni ég á að fara varlega og ef langt er síðan síðasta flug var þá skulið þið grípa með ykkur einn af kennurum félagsins Braga, Baldur eða Zippo eða bara einhvern sem er current, gaman saman.
Aðalfundur 2015
Aðalfundur Svifflugfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 1 apríl klukkan 20 í Grásteini á Akureyrarflugvelli.
Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundastörf.
Kynnt verður nýtt kennslufyrirkomulag sem er byggt á samstarfi við félaga okkar í Svifflugfélagi Íslands og farið yfir stöðu félagsins og framtíðarstefna rædd.
Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Ath.
Þar sem dagurinn eftir 1 apríl er frídagur þá er velkomið að taka með sér "nesti" til að eiga eftir að fundarstörfum líkur.
Kveðja Stjórnin.
Flug manual
Hér er nýuppfærður flight manual fyrir okkar Super Dímónu með öllum viðbótum og uppfærslum fram til dagsins í dag.
Það eina sem vantar þarna er uppfærð viktunarsíða.
Stjórn Svifflugfélags Akureyrar 2020
Stjórn félagsins sem var kosin á aðalfundi SFA þann 17 mái 2017 er eftirfarandi.
Hlutverk |
Nafn |
Sími |
Formaður |
Sigtryggur Sigtryggsson |
8213278 |
Gjaldkeri |
Baldur Þorsteinsson |
8620418 |
Ritari |
Jón Magnússon |
8249915 |
Varaformaður |
Jónas Hallgrímsson |
8606309 |
Varamaður |
Finnur Helgason |
8620445 |
Varamaður |
Bragi Snædal |
8631268 |
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið svifflug (hjá) gmail.com
Svifflugur á D-Day
Gaman að því að TF-SBA fyrsta tveggja sæta kennsluvél SFA var hönnuð fyrir bandaríska herinn til þjálfunar fyrir þessa flugmenn en var síðan ekki notuð þar sem hún þótti einum of góð sviffluga !
http://en.wikipedia.org/wiki/Schweizer_SGS_2-12 Og þessi setningu hér get ég tekið undir, ég man eftir bölvinu og ragninu frá Snæbirni þegar við vorum að reyna að berja þetta apparat saman ! The SGS 2-12 is a large and heavy glider. It is also difficult and time-consuming to remove the wings for trailering or storage. Svo flaug þetta ágætlega, hékk að vísu sjaldan lengi uppi.
Page 4 of 5