Blue Flower

Samstarfssamningur á milli SFA og FA var undirritaður síðasta miðvikudagskvöld. 

FA hefur bætt við Kennsluprógram fyrir TMG réttindi vélflugmanna sem hefur verið samþykkt fyrir handhafa vélflugskírteina.

TF-SBP verður notuð til þessarar kennslu og félagi okkar svifflugmaðurinn og vélflugkennarinn Sindri Arnór Ólafsson mun sjá um TMG kennsluna í upphafi. 

Nemendur FA og félagar í Flugklúbbi Akureyrar fá þá aðgang að TF-SBP eftir að þeir hljóta réttindi til að fljúga henni.

Hluti af þessum samningi er að TF-SBP verður hýst í Skýli 13 en það er langþráð að geta loksins haft vélina inni að staðaldri. En það þýðir að félagar SFA sem þurfa að fá aðgang að vélinni þurfa að fá aðgang að skýli 13.

Til þess að fá aðgang þá þarf að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eftirfarandi upplýsingar, Nafn, Síma, Kennitölu, Netfang, Kallmerki (3 stafa stytting á nafni, td. er Baldur Þorsteins alltaf BAT) og þá fá menn lykil að skýli 13 og aðgang að innri vef flugskólans þar sem hægt er að bóka vélina.

Það eru ákveðnar umgengnisreglur í Skýli 13 og við sem fáum aðgang að skýlinu þurfum að fá kynningu á þeim.

Þeir sem fljúga vélinni gera flugplan og viktarskýrslu í skýli 13 og skilja þar eftir.

Við gerum ráð fyrir því að það þurfi að fínpússa eitthvað ferlin í þessu en við bara byrjum og lögum hlutina þegar þeir koma upp. 
Samningurinn er gerður út þetta ár og vonandi verður þetta bara skemmtileg viðbót og ánægjulegt en það er mikilvægt að við séum jákvæð og hjálpsöm til að þetta gangi vel.