Blue Flower

Viðhaldteymi félagsins Finnur Helgason og Jónas Hallgrímsson eru búnir að gera ársskoðun á TF-SBP. Ég er að klára að fara yfir pappírana og ef þeir eru í lagi og veðrið verður eins og undanfarna daga þá verður líklega flogið á morgun! Ef einhverjir eru til í að koma í fyrramálið og bóna smá fyrir (vonandi) flugtak þá væri það mjög kærkomið. Við verðum niðri á velli á morgun, kíkið í kaffi, bjallið í mig ef eitthvað er í félagssímann 821-1331. 

Kveðja Sigtryggur S. "Zippo"

Formaður SFA.