Blue Flower

Aðalfundur Svifflugfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 1 apríl klukkan 20 í Grásteini á Akureyrarflugvelli.

Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundastörf. 

Kynnt verður nýtt kennslufyrirkomulag sem er byggt á samstarfi við félaga okkar í Svifflugfélagi Íslands og farið yfir stöðu félagsins og framtíðarstefna rædd.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. 

 

Ath.

Þar sem dagurinn eftir 1 apríl er frídagur þá er velkomið að taka með sér "nesti" til að eiga eftir að fundarstörfum líkur.

Kveðja Stjórnin.