Blue Flower

Ársskoðun á Dímónunni er lokið og viðhaldsdeildin hefur staðið sig rosalega vel eins og reyndar þeir kappar gera alltaf. 

Nú líður að páskum og veðrið undanfarna daga hefur verið algjörlega dásamlegt þannig að það er farið að hríslast flug fiðringur um marga. 

Því ætlum við ef veður leyfir að setja saman Dímónuna næsta laugardag 28 Mars. 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og aðstoða við samsetninguna og náttúrulega eiga menn að setja upp sólgleraugun og taka flug.

Þeir sem eru með tékk eru hvattir til að taka sín fyrstu flug ársins og jafnframt minni ég á að fara varlega og ef langt er síðan síðasta flug var þá skulið þið grípa með ykkur einn af kennurum félagsins Braga, Baldur eða Zippo eða bara einhvern sem er current, gaman saman.